19 maí 2025
Í dag var undirritaður samningur við Ísafjarðarbæ um íþróttasvið MÍ. Sambærilegir samningar við Súðavíkurhrepp og Bolungarvíkurkaupstað eru í gildi.
Rekstur íþróttasviðs MÍ er samvinna skólans við íþróttafélögin auk sveitarfélaganna þriggja á norðanverðum Vestfjörðum. Íþróttasvið er í boði á öllum brautum skólans. Námið er sérsniðið og hentar vel fyrir nemendur sem æfa mikið og vilja stunda sína íþrótt samhliða námi.
Á meðfylgjand mynd sjást Heiðrún Tryggvadóttir skólameistari og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar eftir undirritun samningsins.



