Brautskráning og skólaslit

23 maí 2025

Brautskráning og skólaslit

Á morgun laugardag 24. maí verður brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 13:00.

Samtals 77 nemendur munu útskrifast af ellefu námsbrautum. Af útskriftarnemum eru 38 dagskólanemendur, 23 dreifnámsnemendur og 12 nemendur í fjarnámi sem eru með Menntaskólann á Ísafirði sem heimaskóla. Fjórir nemendur útskrifast af tveimur brautum og tíu útskriftarefni eru á íþróttasviði.

Skipting útskriftarefna eftir námsbrautum:  

Opin stúdentsbraut: 22
Félagsvísindabraut: 2
Húsasmíði: 9
Iðnmeistaranám: 13
Lista- og nýsköpunarbraut: 5
Náttúruvísindabraut: 4
Stúdentspróf af fagbraut: 4
Starfsbraut: 3
Vélstjórn A: 15

Diplóma í förðun: 4

Öll eru velkomin í athöfnina sem verður einnig í beinu streymi frá Viðburðastofu Vestfjarða. Hér eru tenglar á beint streymi:

Youtube
Facebook

Til baka