VAL fyrir vorönn 2018

Opnað verður fyrir val á áföngum á vorönn 2018 í INNU þriðjudaginn 25. október. Val stendur yfir til þriðjudagsins 31. október.

Nemendur geta leitað aðstoðar við valið hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra. Nýnemar fá aðstoð við valið í áfanganum NÁSS1NN03. Vali þarf að vera lokið í síðasta lagi þriðjudaginn 31. október. Þeir sem ætla sér ekki að vera við nám í MÍ á vorönn 2018 þurfa að tilkynna það til áfangastjóra, andrea@misa.is. Þeir nemendur sem velja ekki áfanga fyrir vorönn fá engan greiðsluseðil og enga stundatöflu.


Hagnýtar upplýsingar:

Leiðbeiningar um hvernig á að velja í INNU.

Upplýsingar um valáfanga og áfanga í bundnu áfangavali.
Athugið að velja má áfanga í bundnu áfangavali sem valáfanga.


Upplýsingar um val á brautum - gætið að þrepaskiptingu:

Ný námskrá:


Eldri námskrá:


Starfs- og verknám:

Sjúkraliða- og skipstjórnarnemar sem og húsasmíðanemar í dreifnámi verða sjálfkrafa skráðir í viðeigandi áfanga. Hafi þeir nemendur hug á að taka almenna bóklega áfanga á vorönn 2018 eru þeir beðnir um að snúa sér til náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra.
Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón