Tölvukerfi MÍ

Rekstraraðili tölvukerfa MÍ er tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði. Snerpa sér um tölvu- og netkerfi skólans, þráðlausar nettengingar, viðhald á tölvubúnaði, rekstur Moodle, hýsingu vefsíðu og tölvupóstkerfi starfsmanna.

Það er mikilvægt vegna allra samskipta við nemendur að þeir séu með eigið tölvupóstfang og upplýsingar um það séu til staðar í Innu. Ritari sér um skráningu tölvupóstfangsins í Innu þegar nemendur hafa gefið upplýsingar um hvert það er. Nemendur fá ekki úthlutað vefpósti hjá MÍ, heldur eiga þeir að stofna sitt eigið persónulega netfang, t.d. hjá gmail.com, og láta ritara í té upplýsingar um það.


MOODLE og INNA
Námsumhverfi MÍ í tölvuheiminum kallast MOODLE, þar er haldið utan um námsgögn og kennslu í hverjum áfanga. Nemendaskráningarumhverfið kallast INNA og er sameiginlegt með framhaldsskólum á Íslandi, þar má finna upplýsingar um skráningu nemenda, stundatöflur, einkunnir og ýmsar upplýsingar um nemendur sem starfsmenn skólans hafa aðgang að eftir því sem þörf krefur og þeir hafa heimild til. Nemendur fá úthlutað lykilorðum sem veita þeim aðgang að MOODLE, INNU og tölvum skólans.

 

 

Atburđir
« Október »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón