Bókasafn MÍ

« 1 af 3 »
Hlutverk

Bókasafn Menntaskólans á Ísafirði er skólabókasafn og er ætlað að vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara vegna náms og kennslu. Það er búið bókum og nýsigögnum auk annars safnkosts sem tengist kennslugreinum skólans og veita þannig aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu og annarri þeirri starfsemi sem fram fer innan skólans.


Afgreiðslutími

Bókasafnið er opið nemendum mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08.00 til 16.00 og föstudaga frá kl. 08.00 til 15.00.


Lesaðstaða

Lesaðstaða er á svölum safnsins fyrir 22 manns auk aðstöðu á safnasvæði.  Nemendur hafa aðgang að fjórum nettengdum tölvum auk prentara og skanna.  Bókavörður aðstoðar nemendur og kennara við heimildaleit í gögnum safnsins auk þess sem hægt er að fá aðstoð við að leita í gagnasöfnum annarra bókasafna m.a. í Gegni sem er landskerfi bókasafna sem og nýju leitarkerfi,  leitir.is.

Vinstra megin á síðunni er að finna flýtileiðir inn á Gegni og Leitir.is.  Þar er einnig að finna tengla á orðabókavefinn snara.is og stærðfærðivefinn rasmus.is  en nemendum skólans býðst að nota þá vefi sér að kostnaðarlausu.


Bókavörður er Katrín Gunnarsdóttir, katrin@misa.is.

Atburđir
« Október »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón