Hollvćttir Menntaskólans á Ísafirđi

Hollvættir Menntaskólans á Ísafirði eru hollvinasamtök sem stofnuð voru á 30 ára afmæli skólans,15. maí 1999. Allir fyrrverandi nemendur skólans eru sjálfkrafa meðlimir í samtökunum, en að sjálfsögðu er öllum frjálst að vera með. Markmið Hollvætta er fyrst og fremst að standa vörð um skólann, styðja hann og styrkja í hvívetna.

Hollvættir hafa haft það að leiðarljósi að styrkja tengsl fyrrverandi nemenda við skólann. Hefur það verið gert m.a. með því að fá eldri nemendur í heimsókn til þess að skýra núverandi nemendum frá því sem þeir hefðu helst fengist við að loknu menntaskólanámi. Margrét Oddsdóttir yfirlæknir skurðdeildar Landspítalans reið á vaðið í nóvember 2002 og var fyrsti fulltrúi eldri nemenda í slíkri heimsókn, og síðan hafa aðrir fylgt í kjölfarið. Markmið með þessum heimsóknum er ekki síst að styrkja unga fólkið í þeirri sannfæringu að það sé á góðri braut; nám við M.Í. geti orðið lykill að nánast hverju sem er í framhaldsnámi og starfi, þannig að vonast er til að heimsóknirnar verki hvetjandi og uppörvandi á nemendur.

Við stúdentaútskrift síðustu árin hafa Hollvættir boðið afmælisárgöngum til sameiginlegs hádegisverðar og stefnt er að því að halda þeirri hefð. Formaður Hollvina MÍ er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón