Útskrift og jólafrí

Í dag útskrifuðust 7 nemendur frá skólanum. Tveir nemendur útskrifuðust með B-réttindi skipstjórnar, 1 nemandi með B-réttindi vélstjórnar, 1 sjúkraliði og 3 stúdentar. Skólinn færir útskriftarefnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni dagsins. Útskriftin markaði lok haustannar en skólastarf hefst að nýju 4. janúar 2018. Skrifstofa skólans opnar aftur eftir jólafrí þann 3. janúar. Menntaskólinn á Ísafirði óskar starfsfólki sínu, nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Atburđir
« Október »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón