Góđ ađsókn ađ opnu húsi í MÍ

Góð aðsókn var að opnu húsi í skólanum í gær. Fjölmargir sóttu skólann heim og kynntu sér það nám sem hér er í boði og skoðuðu húsakynnin. Nemendum í 10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum og forráðamönnum þeirra hafði verið boðið sérstaklega á viðburðinn. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir þeirra sáu sér fært að mæta þrátt fyrir vetrarveðrið. Ratleikur var í gangi á meðan á heimsókninni stóð og búið er að draga út vinningshafann sem er Birna Sigurðardóttur. Við óskum Birnu til hamingju og hún getur vitjað vinningsins, páskaeggs nr. 7 frá Nóa Síríus, á skrifstofu skólans í dag.
Atburđir
« Október »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón