Félagslíf

Í skólanum er gróskumikið félagslíf. Kjörin stjórn nemendafélagsins hefur yfirumsjón með félagslífinu og frumkvæði að nýjungum. Á vegum nemendafélagsins starfa ýmiss ráð og klúbbar. Nemendafélagið sér um útgáfu skólablaðs. Þriðjubekkjarráð rekur verslun í skólanum til fjáröflunar fyrir útskriftarferð.Stjórn Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði (NMÍ) veturinn 2017-2018


Formaður NMÍ: Hákon Ernir Hrafnsson
Gjaldkeri: Kristín Helga Hagbarðsdóttir
Ritari: Arndís Þórðardóttir
Málfinnur: Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson
Menningarviti: Anna Margrét Hafþórsdóttir
Formaður íþróttaráðs: Birta Lind Garðarsdóttir
Formaður leiklistarfélags: Pétur Ernir Svavarsson

Nýnemaferð


Árlega er farið með nýnema í náms- og samskiptaferð til þess að gefa nýnemum kost á að kynnast. Nemendur koma frá mörgum byggðakjörnum í skólann og þekkjast ekki mikið innbyrðis. Síðastliðin ár hefur verið farið á Núp og gist eina nótt. Farið er í göngu- og kynnisferðir, leiki og íþróttir undir stjórn kennara og svo er kvöldvaka með skemmtidagskrá þar sem nemendafélagið kemur og kynnir hlutverk nemendafélagsins og hvað er í boði í félagslífinu.

Sólarkaffi


Árlega í kringum 25. janúar ár hvert er sólarkaffi MÍ. Þá er nemendum boðið upp á rjómapönnukökur og annað gott meðlæti á sal í boði skólans. Þriðju bekkingar sjá um veitingar og er þetta liður í fjáröflun þeirra.

Árshátíð


Í febrúar ár hvert er haldin árshátíð skólans. Þá mæta nemendur og kennarar prúðbúnir til hátíðarkvöldverðar með skipulagðir dagskrá. Nemendur og kennarar sjá um skemmtiatriði og svo er dansleikur á eftir.

 

Morfís


Til margra ára hefur MÍ keppt í Morfís mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna.

Gettu betur


Spurningarkeppni framhaldsskólanna Gettu betur er vinsælt keppikefli nemenda í MÍ og draumurinn um að komast í sjónvarpssal rættist loksins skólaárið 2015-2016. Markmiðið er ennþá að komast í úrslitin.

Kennarar kvaddir


Daginn fyrir síðasta kennsludag mæta útskriftarnemendur prúðbúnir í skólann og kveðja kennara á kennarastofu með kökuveislu.

Útskriftarveisla


Nemendur standa fyrir sérstakri útskriftarhátíð með fjölskyldum sínum, starfsfólki skólans og
afmælisárgöngum. Haldinn er sameiginlegur kvöldverður með dansleik á eftir. Hin síðari ár hefur hátíðin farið fram í íþróttahúsinu.


Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón