Félagslíf

Í skólanum er gróskumikið félagslíf. Kjörin stjórn nemendafélagsins hefur yfirumsjón með félagslífinu og frumkvæði að nýjungum. Á vegum nemendafélagsins starfa ýmiss ráð og klúbbar. Nemendafélagið sér um útgáfu skólablaðs. Þriðjubekkjarráð rekur verslun í skólanum til fjáröflunar fyrir útskriftarferð.



Stjórn Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði (NMÍ) veturinn 2017-2018


Formaður NMÍ: Hákon Ernir Hrafnsson
Gjaldkeri: Kristín Helga Hagbarðsdóttir
Ritari: Arndís Þórðardóttir
Málfinnur: Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson
Menningarviti: Anna Margrét Hafþórsdóttir
Formaður íþróttaráðs: Birta Lind Garðarsdóttir
Formaður leiklistarfélags: Pétur Ernir Svavarsson

Nýnemaferð


Árlega er farið með nýnema í náms- og samskiptaferð til þess að gefa nýnemum kost á að kynnast. Nemendur koma frá mörgum byggðakjörnum í skólann og þekkjast ekki mikið innbyrðis. Síðastliðin ár hefur verið farið á Núp og gist eina nótt. Farið er í göngu- og kynnisferðir, leiki og íþróttir undir stjórn kennara og svo er kvöldvaka með skemmtidagskrá þar sem nemendafélagið kemur og kynnir hlutverk nemendafélagsins og hvað er í boði í félagslífinu.

Sólarkaffi


Árlega í kringum 25. janúar ár hvert er sólarkaffi MÍ. Þá er nemendum boðið upp á rjómapönnukökur og annað gott meðlæti á sal í boði skólans. Þriðju bekkingar sjá um veitingar og er þetta liður í fjáröflun þeirra.

Árshátíð


Í febrúar ár hvert er haldin árshátíð skólans. Þá mæta nemendur og kennarar prúðbúnir til hátíðarkvöldverðar með skipulagðir dagskrá. Nemendur og kennarar sjá um skemmtiatriði og svo er dansleikur á eftir.

 

Morfís


Til margra ára hefur MÍ keppt í Morfís mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna.

Gettu betur


Spurningarkeppni framhaldsskólanna Gettu betur er vinsælt keppikefli nemenda í MÍ og draumurinn um að komast í sjónvarpssal rættist loksins skólaárið 2015-2016. Markmiðið er ennþá að komast í úrslitin.

Kennarar kvaddir


Daginn fyrir síðasta kennsludag mæta útskriftarnemendur prúðbúnir í skólann og kveðja kennara á kennarastofu með kökuveislu.

Útskriftarveisla


Nemendur standa fyrir sérstakri útskriftarhátíð með fjölskyldum sínum, starfsfólki skólans og
afmælisárgöngum. Haldinn er sameiginlegur kvöldverður með dansleik á eftir. Hin síðari ár hefur hátíðin farið fram í íþróttahúsinu.


Cloaca

Útskriftarbók nemenda í MÍ. Þriðjubekkingar gefa út grínrit til heiðurs útskriftarnemum. Þar er gert góðlátlegt grín að útskriftarnemum og kennurum sem og teiknaðar grínmyndir af hverjum og einum.

Dimmission

Síðasta kennsludag fyrir próf mæta útskriftarnemendur í skólann uppáklæddir í furðufatabúning sem þau hafa yfirleitt saumað sjálf.

Skólablađiđ

Til margra ára hefur verið gefið út skólablað í tengslum við Sólrisu. Sérstök ritnefnd sér um útgáfuna.

Sólrisuhátíđ nemendafélagsis

Í mars er lista- og menningarvika í umsjá nemenda og hefur hún verið haldin árlega síðan 1975. Sérstök Sólrisunefnd sér um að skipuleggja viðburðina og leggur metnað sinn í að skipuleggja vikuna vel. Útvarp MÍ, MÍ-flugan, hefur verið starfsrækt til margra ára í tengslum við Sólrisuhátíðina en alla vikuna eru ýmsar uppákomur. Hæst ber uppfærsla leikhóps MÍ sem frumsýnir leikrit í fullri lengd á Sólrisu og hefur það verið árviss viðburður frá árinu 1993.

Atburđir
« Október »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón