Verkferill ţegar upp kemur (grunur um) einelti

Skilgreining á einelti

Einelti er endurtekin ámælisverð háttsemi eða hegðun til þess fallin að valda vanlíðan hjá öðrum. Endurtekið andlegt, líkamlegt, félagslegt eða rafrænt einelti fellur hér undir, svo og kynferðislegt ofbeldi. Athugið að hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnenda og starfsmanna eða meðal nemenda eða milli nemenda og starfsfólks skólans.

 

Birtingamyndir eineltis
Birtingamyndir eineltis geta verið margs konar: andlegt, félagslegt, efnislegt, rafrænt og kynferðislegt ofbeldi. Ef nemandi eða starfsmaður er beittur einelti er það siðferðisleg skylda samnemenda, samstarfsfólks og skjólastjórnenda að skerast í leikinn.

 

Einelti er brot á skólareglum. Ef grunur er um að einelti eigi sér stað skal sá sem fær vitneskju um það tilkynna það til stjórnanda eð náms- og starfsráðgjafa þar sem ferlið fer í skráningu. Einnig er hægt að tilkynna um einelti á þar til gerðu eyðublaði sem er á heimasíðu skólans. Tilkynningum er þá komið til stjórnanda eða náms- og starfsráðgjafa.

 

Berist tilkynning um einelti er eineltisteymi skólans (náms- og starfsráðgjafar og tveir stjórnendur) kallað til og skoðar það málið í samræmi við skilgreiningu skólans á einelti og ákveður næstu skref. Ef eineltisteymið metur að um einelti sé að ræða er unnið eftir ákveðnu vinnuferli: 

  • Skráning fer fram hafi tilkynning ekki borist á viðkomandi eyðublaði.
  • Upplýsinga er aflað frá nemendum, starfsfólki skólans og forráðamönnum.
  • Tekin eru viðtöl við aðila málsins, þolendur, gerendur og forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri. Sé nemandi yfir 18 ára aldri er ekki haft samband við foreldra nema með leyfi nemandans.
  • Þolandi og gerandi/gerendur fá stuðning frá náms- og starfsráðgjafa en sé þörf á annars konar stuðningi getur skólinn veitt aðstoð um slíkt.
  • Samstarf eineltisteymis og forráðamanna/trúnaðarmanns um eftirfylgd málsins.
  • Ef málið leysist ekki þarf utanaðkomandi sérfræðiaðstoð.
  • Vinnsla málsins er skráð og varðveitt hjá eineltisteymi. Forráðamenn/-trúnaðarmaður eru einnig hvattir til að skrá hjá sér málsatvik.
  • Eineltisteymi gerir viðkomandi aðilum svo og skólastjórnendum grein fyrir stöðu mála.

Tilkynning um einelti

Atburđir
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón